Ég er ekker sérlega gott skáld en hef samið mörg ljóð, orðinn allavega eitthvað betri nú en ég var áður, get sett tvö ljóð hérna, eitt gamalt og tvö ný sem ég samdi á mjög svipuðum tíma..
Fyrsta ljóðið sem ég samdi:
Egill Spegill
Egill situr fyrir framan spegil
Hann hugsar sína þungu þanga
Þar til hann heyrir einhvern banka
Egill fer og gáir hver er þar
En skilur hann óvart eftir skrýtið far
Í dyragættinni stendur skuggaleg hettuklædd vera
Hann veit ekkert hvað hún vill með hann gera
Veran spyr má ég koma inn?
Með sýna mygluðu kinn
Já segir Egill
Og leit síðan í spegil
Veran segir að foreldrar hans hafi verið myrt
Og á hinn óútskýranlegan hátt smyrt
Voru þau smyrt með smjöri
Morðinginn virtist hafa verið í miklu fjöri
Fór Agli þá að skæla
Veran segir: ekki væla
Veran: allt í plati
Egill sagði ég var alveg á gati
Þá var hettuklædda veran móðir Egils
Sem hafi varið of löngum tíma í veru spegils
Kvaðratunga
Kvaðning til grafar
Ekki svo mikið sem að kvakka
Þótt hold þitt sé enn kvikt
Þú ert nú einu sinni kvalráður
Þoldir kvalabekkinn
Því ættiru ekki að þola þetta?
Á yfirborðinu heyrirðu sorgina
Í þeim sem elskuðu þig
Kvánin kveinkar
Sama hvað líkamanum líður
Og þinni kvalningu
Er það mesta kvöntin
En þú ákveður að sleppa því öllu
Skilja fólk þitt eftir með kvölina
Og sárt enni
Því þú ert laggstur í helgan stein
Í orðsins fyllstu merkingu.
Borgoroth
Borgoroth in the winter
Borgoroth in the spring
Borgoroth stands still
Through times
Through ages to come…
Through past, present and future
And Borgoroth still stands
And will keep on to..
Forever!
For all eternity!!
Þetta síðasta ljóð samdi ég sem nokkurskonar borgó költ texta, haha.. Frekar asnalegt þar sem borgó er nær bara eintómir hnakkar þó það leinist alveg metalhausar þar..