Mín úttekt á þessum tónleikum:
Evoked voru ókei, lítið meira en samt forvitnilegir. Á örugglega eftir að fylgjast með þeim, gætu orðið mjög fínir þó að ég sé ekki alveg viss hvort þetta sé alveg minn tebolli.
Atrum voru geðveikir, hlakka til að sjá þá aftur á miðvikudag! Þeir, ásamt klofinu, áttu kvöldið án vafa.
Amor e morte voru ágætir alveg, góðar hugmyndir í gangi og fín riff og svona, finnst samt að almennileg growls ættu meira heima þarna. Trommarinn þarf líka að æfa sig meira og verða þéttari.
Severed Crotch voru frábærir, allan tímann. Eini gallinn var að þeir hljómað betur með tvo gítara. Hljómuðu samt mjög vel.
Þetta eru allavega mínar skoðanir. Endilega deilið ykkar með okkur hinum.
Frábært kvöld. Takk kærlega fyrir mig.
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury