Ég átta mig á að þetta með myndirnar var kjánalegt …
Hvað hlusta ég á?
Mest hlusta ég á deathmetal; helst þá bönd eins og Necrophagist, Decapitated, Cryptopsy, Nile, Obituary, Deeds Of Flesh, Immolation, Cannibal Corpse, Death, Dehumanized, Behemoth, Deicide, Bloodbath, nenni ekki að telja upp meira, you get the picture.
Einnig hlusta ég nokkuð mikið á Blackmetal; Limbonic Art, Gorgoroth, Satyricon, Emperor, Immortal, Darkthrone og svoleiðis.
Hef verið að hlusta líka slatta á Viking Metal upp á síðkastið, Thyrfing, Ensiferum, Korpiklaani, Enslaved, Moonsorrow o.fl.. Hlusta þó ekki mikið á þessa tónlistarstefnu venjulega. Samt mjög gott stuff, sumt af þessu.
Eins og ég segi, Deathmetall er það sem ég hlusta mest og aðallega á.
Led Zeppelin og Pink Floyd er eitthvað sem ég get líka alveg hlustað á, geri bara voðalega lítið af því.
Ég ætla ekki að neita því að ég hlustaði á Megadeth og Metallica … Finnst þessi bönd bara svo afspyrnu leiðinleg núorðið, og finnst þessir menn alls ekki merkilegir tónlistarmenn. Jú, vissulega komu þeir af stað ákveðinni þróun, en það þýðir ekki að þeir séu guðir, og eitthvað gífurlega hæfileikaríkir og ég veit ekki hvað og hvað.
Basically, mér finnst þessi tegund Metals, Megadeth, Metallica, Iron Maiden, BLS og þannig, mjög leiðinleg *Punktur*