Ætla að taka tíma hérna og vekja athygli og umfjöllun um eitt undirmetnasta band innan Death Metals.
Það er mikið fjallað um Opeth hérna, en eiginlega aldrei hef ég heyrt minnst á Edge of Sanity, sem eru ekki síðri. Spila Melódískan Progressive Death Metal, ekki það ósvipað Opeth á tímabilum, fyrir utan að spara aðeins á Acoustic keyrslunni. Mæli eindregið fyrir, þá sérstaklega Opeth aðdáendur, að tékka á þeim.
Mæli allra helst með The Purgatory afterglow og Crimson (sem er eitt 40 mín. lag, sem er alger snilld.)
Crestfallen