hmm, ég er ekki sammála. Saga þungarokks er saga um stefnur og er því ómögulegt að líta framhjá þeim eða jafnvel taka eftir breytingum ef þær eru þvingaðar í einfaldleikan. Stefnuheimurinn er ekki svona mikið bull eins og margir halda. Þetta er nokkurn vegin pottþétt kerfi, getur bara virkað yfirþyrmandi á suma. með einföldun á stefnum myndi öll metal umræða verða óljós og hikandi IMO.
“Death - Human er svona Death Metal en Children of bodom er líka death metal… bara allt öðruvísi einhvernvegin…”
Þessvegna þykir mér svo mikilvægt að hafa þetta nákvæmt þannig að fólk skilji hvert annað, auk þess að geta haft betra track á Metal sögunni. hvaða hljómsveitir komu með ný element inn í metalin sem ól af sér stefnu eða undirstefnu, sem myndi þá gera þessa ákvðenu hljómsveit sögulega mikilvæga.
Þessvegna eru t.d. Helloween sögulega mikilvægir fyrir að hafa fundið upp Power Metalin á meðan Hammerfall eru það ekki, því þeir eru fylgjendur mörgum árum seinna.
Hvað varðar mörg nöfn yfir sömu stefnunar, er ég ekki alveg sammála heldur. Ekki nema þegar það er sett eitt nafn yfir samruna af stefnum eins og t.d.
“Death Metal + Progressive Metal” =
“Techniskur Death Metal”
Eins og t.d. “The sound of Perseverance” með “Death” er Techniskur Death Metall
En svo er Opeth líka að spila sambland af Death og Progressive, er á ALLT annan hátt en Death. Þessvegna er Opeth frekar Death/progressive frekar en “Techniskur Death”, þótt þetta sé sambland af sömu stefnunum, en allt önnur tónlist.
Þetta er með fáu dæmum sem ég þekki um að það séu notað meira en eytt nafn yfir sama samrunan af stefnum. Sem er að vísu nauðsynlegt í þessu tilfelli þannig að fólk sé ekki að líkja Death og Opeth saman.
Ég efa það ekki að þú vitir mest af því sem ég er að segja, en ég verð samt að koma þessu á framfæri, því mér þykir það að mörgu leyti mjög slæmt þegar fólk er að frávísa stefnukerfinu sem flokkunarklámi eða annað, því þetta er mun fullkomnara og pottþéttara kerfi en þeir sem eru ekki búin að gripum yfir það, halda stundum :)
Crestfallen
Það myndu nú margir kalla Death Progressive Metal eða Progressive/Death Metal, jafnvel þó að þetta sé vissulega líka Technical Death Metal. Ég er ekki alveg sammála því að Death+Prog=Technical DM. Mér finnst þetta ekki alveg svo einfalt. Prog Metal, rétt eins og Alt. Metal, segir mjög lítið um hvernig tónlistin er, bara það að hún sé tilraungjörn og fari nýjar leiðir, það getur verið á margan mismunandi hátt. Eins með Alt. Metal, það er í rauninni bara Metall sem er ekki hægt að henda í neinn annan flokk, hann er bara “öðruvísi” eða “Alternative”. Þess vegna er sá flokkur mjög erfiður viðfangs því Alt. Metal bönd geta verið eins og svart og hvítt.
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury
0
Ég sé hvað þú átt við þarna, en ég er samt ekki alveg sammála. Progressive Metal, finnst mér hafa aðeins aðra skilgreiningu en aðrar progressive stefnur, svo sem hljóðfærasnilld tekin út í öfgar þannig að það jaðar við að vera abstrackt á köflum, sbr. Dream theater og Symphony X, ekki bara að hún sé framsækin eða sé að fara nýjar leiðir. Mér finnst ekki eins og Progressive Metal sé metal útgáfan af Art rokki 70´. Frumkvöðlar Prog metals hafa allir átt þessi fyrrnefndu einkenni sameiginleg, án þess að þurfa endilega að fara út í einhverskonar framsækna art sýru eins og pink floyd og king Crimson gerðu fyrir prog rokkið. Ég myndi ekki segja að stratovarius eða symphony X væru mjög framsæknir, frekar formúlukenndir ef eitthvað, samt óneitanlega Progressive metal bönd.
Þannig að blanda af abstrackt hljóðfæra snilli Progressive Metal frumkvöðlana Dream Theater og klassísk Death Metal meistaraverk á borð við Human með Death, finnst mér skilgreina “The sound of perseverance” eins nákvæmt og hægt sé.
Og afsprengið sé klassískt form af Technískum Death Metal, samt allt öðruvísi samblanda af Death og prog heldur en Opeth nota.
Ertu ekki sammála?
Það var allaveganna pointið með þessari ræðu áðan, rökstuðningur fyrir að stundum verður að gefa sambland af stefnum ný nöfn auk þess að geta sagt stefnurnar út af fyrir sig með “/” merki á milli.
Það er allavega eins og ég skilgreini hlutina :)
Crestfallen
0