Ég virðist vera sá eini sem klikkaði á Goth metal… Goth er samt frekar breið stefna, og í raun fáar sveitir sem falla undir hreint goth. Moonspell frá og með Irreligious, For My Pain…, Penumbra (á gráu svæði, veit samt ekki um betri/nákvæmari skilgreiningu), og Sins of Thy Beloved eru þær einu sem ég man eftir amk. Og allar þessar sveitir eru mjög mismunandi, engin þeirra spilar líka tónlist þó þær séu allar flokkaðar sem hreint Goth að því er ég best veit.
En það eru örugglega ekki það margir af þeim sem hanga hér á hugi.is/metall sem myndu fara að velta því fyrir sér hvort þeir ættu frekar að kjósa powergoth, symphonic goth, symphonic powergoth, black goth eða symphonic black goth svo ég ætla ekki að fara að kvarta :p
Peace through love, understanding and superior firepower.