Nú hvað? Það getur komið frá sér svona sæmilega vitsmunalegri setningu? I'm impressed…
Oftast nær, þegar ég hitti á einhverja svona blábjána sem koma með skítkast og fordóma án þess þó að hafa einhvern grundvöll fyrir því, þá læt ég það bara fljóta hjá, enda sjaldnast neinn grundvöllur fyrir því að síga niður á þeirra stig til þess eins að stofna til einhvers tilgangslauss rifrildis. Endrum og eins á ég þó til að svara með einhverjum ámóta tilgangslausum kommentum líkt og “mammaín” eða í þessu tilfelli “bíttíðig”, og þá getur sá er byrjaði á þessu öllu saman haldið áfram að vafra um netið í leit að öðrum hentugum vettvangi til þess að freta út fordómum sínum og leiðindum, og láta samhliða því í ljós fávisku sína, fullviss þess að hann hafi ávallt rétt fyrir sér og að skoðanir hans séu ófrávíkjanlega þær “einu sönnu”.
Mikið þykir mér fyrir því að þurfa að sprengja litlu sápukúluna þína, en sama hverju þú telur þér trú um, þá eru það ekki alltaf “allir hinir” sem hafa rangt fyrir sér. Í raun hafa allir einhvern tíman vitlaust fyrir sér (meira að segja ég), og þá er bara um að gera að kunna að taka því eins og maður, bæta ráð sitt sé þess þörf, og halda áfram sem betri manneskja. Þetta gildir um smávægileg atriði sem kunna að eiga sér stað hér á huga jafnt og lífið sjálft.
Ég ætla því að gefa þér ágætis ráðleggingu, svona upp á framtíðina að gera, svo þú getir nú forðast þennan drullupoll sem þú álpaðist í með þessum svörum þínum, hefur eflaust oft á tíðum stigið í hingað til og kemur til með að gera í framtíðinni ef þú tekur þig ekki saman í andlitinu sem fyrst. Hún er sú, að þegar þú hittir á eitthvað í lífinu sem þér er á móti skapi, eða þú yfir höfuð skilur ekki, þá er alla jafnan best að skoða það gaumgæfilega frá öllum hliðum og með opinn huga, áður en þú opnar á þér þverrifuna og gerir þig að fífli fyrir framan alþjóð. Ef það er eitthvað sem þú skilur ekki, þá er ekki vitlaust að spyrja bara. Ég hef komist að því í gegnum tíðina að það eru ávallt einhverjir í kringum mig sem eru tilbúnir að hjálpa mér, sé ég hjálpar þurfi, og ég efast ekki um að það sama gildi um þig.
Í þessu tilviki hefði sennilegast verið betra að lesa bara korkinn í gegn áður en þú fórst að tjá þig eitthvað. Þú hefðir þá sennilegast komist að því fyrr en seinna að það var nú bara einskær forvitni sem rak mig í það að skrifa þennan kork til að byrja með. Sjálfur hef ég illan bifur á öllu sem heitir fordómar og/eða sleggjudómar á því sem fólk hefur ekki kynnt sér að ráði og þar sem deathmetal-tónlistarstefnan er einmitt einn af þeim ótalmörgu hlutum sem ég hef lítið vit á, þá var nú ekki annað í stöðunni en að spyrja (svona eins og ég var að ráðleggja þér að gera hér að ofan). Það að ég kjósi að gera það, á það sem mér fannst (og ég var greinilega ekki einn um það) fremur spaugilegan hátt, er ekkert sem verðskuldar komment á við “LOL Þroskahefti, grunnhyggni náungi” enda er ég hvorugt.
Hefðir þú lesið korkinn, hefðirðu að sama skapi ekki lent í því að gagnrýna gáfur mínar, enda er það að gagnrýna gáfur einstaklings, og gera það á þeim forsendum sem réttar 4 skrifaðar línur hér á huga gefa þér, bara hreint út fjarstæðukennt. Þú ættir að skammast þín.
Og hvað svar mitt hér fyrir ofan varðar, þá hef ég aldrei fundið neitt athugavert við það að láta í ljós hrifningu mína, á ótvíræðan og afgerandi hátt, yfir því sem mér geðjast á nokkurn hátt. Hvað þá finnist mér eitthvað hreint út sagt fyndið.
Verði þér af því…