Já ég tel að við eigum smá misskilning hérna, ég sagði aldrei að ég hefði ekki fílað In Flames. Ein af mínum uppáhaldshljómsveitum og ég hlustaði á þá alveg way back áður en þeir seldu sig.
En að segja að þeir séu ekki líkir Korn er pínu vitlaust að mér finnst. DVD diskurinn heitir t.d. Used and abused og eitthvað fleira hallærislegt, þeir eru að gera út á þessa “sick” og “twisted” ímynd sem gerir sig mjög í USA.
Svo kalla mig heimskan eða þroskaheftan vegna þess að það er ekki gaman að tala við einhverja skítkastara hérna og menn þurfa að hafa eitthvað til að bakka það upp, sé það ekki hjá þér. En ef þér finnst ég hafa rangt fyrir mér þá er það bara þitt mál, síðan að lokum þá vil ég benda á að þeir byrjuðu ekki sem blackmetal þó svo að mönnum finnist það vegna stíl Fridéns.
Ég veit um miiiklu fleiri en bara mig sem eru á þessari skoðun svo að ég er ekki að tala fyrir lokuðum eyrum.