Þeir spila Black/Death Metal samkvæmt metal archives (sem er síða sem fólk á að nota svo það þurfi ekki að spurja svona: www.metal-archives.com) en ég er að vísu ekki 100% sammála þeirri skilgreiningu. Þeir byrjuðu sem Black Metal band (eins og kemur reyndar fram á metal archives) og gáfu út nokkrar plötur þannig en þegar Satanica kom út árið 2000 voru þeir farnir að blanda Death og Black Metal saman. Svo hefur Death Metal orðið enn sterkari og Black Metal heldur veikari þannig að með nýjustu plötunni, Demigod, sem kom út árið 2004, eru þeir næstum algjörlega orðnir að Death Metal bandi. Samt sem áður er þeir ennþá með sitt spes sánd og það má heyra ýmsar pælingar í tónlistinni þeirra sem eru oftar bundnar Black Metal en Death Metal svo þeir eru ekki alveg orðnir pure Death Metal.
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury