No offense, en þetta er spurning sem er búin að koma nokkuð oft hérna fram á huga. Það sem ég vil vita, af hverju telur fólk það vera skilvirkara að skrifa inn póst hérna á huga, og spyrja um hvort að það séu enn til miðar eða ekki, þegar a) sölustaðir eru tveir, og b) fullnægjandi svar fengist með því að hringja á þessa tvo staði.
Í stað þess þarf að bíða eftir að einhver notandi svari hérna og nema hann sé á vegum annað hvort Grand Rokk eða Geisladiskabúðar Valda, eða þá ég sjálfur, þá er bara ekkert víst að það sé hægt að treysta svari hans. Það er allavega víst að sá sem svarar þyrfti sjálfur að hafa samband við einhvern af þessum þremur aðilum til að kanna með sanni hvort að eitthvað væri eftir, og það er bara óþarfa verknaður, enda geta menn bara hringt sjálfir. Númerin eru í símaskránni.
og þar sem a.m.k. 3 aðilar hafa fullyrt (eða gefið það óvéfengjanlega í skyn) að það væri uppsellt á þessa tónleika hérna í þessum þræði, þá er alveg ljóst að það hefði verið mun árangursríkara og mun tímafrekari að hringja í blessuðu sölustaðina og kanna þetta sjálfur.
Staðan núna (athugað á föstudagskveldi):
Miðar á TÞM kvöldið á eftirtöldum sölustöðum:
Hjá Valda: Uppsellt
Á Grand Rokk: örfáir miðar eftir!
Þannig að trítlið niðrá Grand Rokk í kvöld eða á morgun og tryggið ykkur miða.
Það er einnig möguleiki að það verði seldir miðar í TÞM, einhverjir örfáir, nokkurs konar ósóttar pantanir, þannig að mætið þangað svona til vonar og vara ef þið náðuð ekki að næla ykkur í miða á Grand Rokk.
Yep
Þorsteinn
Resting Mind concerts