Ég hef lesið svipaðan rökstuðning áður, en ég er enn nokkuð fastur á þessu. það er mikið rifist um þetta. Hef lesið ritgerðir sem bæði styðja og andmæla speed metal sem sér stefnu. Þannig að það er fínt að fá nokkur mismunandi álit hérna.
Ég er á því að speed metal sé ekki nógu lýsandi til að afmarka stefnu. hraði er alltof lítið sérkenni til að verða sér stefna, að mínu mati amk.
mér fannst það frekar þunnt af þessari ritgerð að vísa í t.d. Helloween og Megadeth sem eru power og thrash bönd, eins og er rökstutt fyrir ofan.
síðan tek ég seint í það að nefna Led Zeppelin og speed metal í sömu setningu. En svona eru mismunandi skoðanir hjá fólki :)
hérna er t.d. ritgerð sem rökstyður að speed metal er ekki sér stefna:
http://www.metalcrypt.com/genresframe.phpÞetta er amk. nógu umdeilt ti að koma góðum rökræðum afstað hérna. ég er á því að speed metal sé ekki sjálfstæð stefna hvað finnst þér?
Crestfallen