Vinur minn… það má vera að Slipknot virki ekki jafn harðir og sjálfstæðir eins og bönd á borð við Mayhem og Morbid Angel, en engu að síður flokkast þeir sem metal.
Slipknot spila “rap-nu-thrash metal” ef svo má að orði komast. Lögin eru hröð, spiluð af afar færum hljóðfæraleikurum og catchy. Riffin hafa Slayer keim af sér og allur lagasmíðar eru mjög harðar og angandi af metal.
Hugtakið “mallcore” hefur oft verið notað yfir þá og á í rauninni rétt á sér þar sem Slipknot er skólabókadæmi um hvernig á að meika það og ná til sem flestra áheyrenda. En þó svo að það sem þeir standi fyrir sé ekki mjög… “metal”, þá er tónlistin það samt engu að síður.
Já og btw… þá neita ég því alls ekki að grímuvesenið er sölutrikk og gefur þeim afar sérstakt aðdráttarafl, en mér líkar við þessa hljómsveit engu að síður
Slipknot eru víst metal :P
Sprankton