Það er náttúrulega aldrei hægt að fullyrða að e-r plata sé “besti thras metal diskur EVER” eða eins og tímaritið “Kerrang!” sem valdi hana ”No. 1 Thrash Metal Album of All Time“. Samt sem áður er hin sígilda “Reign In Blood” að mínu mati besta plata sem Slayer hefur gefið út og þegar hún kom út á sínum tíma (1986) þá var þetta lang hraðasta og harðasta ”Thras/Speed Metal“ plata sem hafði verið gefin út fram að því og er það í rauninni ennþá meira að segja, auk þess hafði hún líka rosalega mikil áhrif og þá sérstaklega á þróun “Death Metal”.
Það er staðreynd að ”Reign In Blood" er einfaldlega ein lang besta metal plata allra tíma. Til gamans má geta að Columbia Records neituðu að gefa hana út en Geffen Records voru hins vegar tilbúnir til þess.
Æfingin skapar meistarann