Það sem stendur á allmusic.com um genres er mjög oft algjört rugl þannig að það er ekkert hægt að taka mark á því. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru til margar hljómsveitir sem spila tónlist sem heitir Gothic Metal og tónlist HIM er mjög áþekk því, ég myndi segja að þeir falli í þann flokk. Þessi flokkur er samt mjög tæpur á að vera metall, hann er líklega einhver léttasti stíllinn í metal, oft á tíðum.
Aftur á móti þá er þessi tónlist voðalega mikið á mörkunum og í rauninni skiptir það engu máli hvort þetta er rokk eða metall.
Mér fannst það vera góð lýsing sem bassaleikarinn gaf í einu viðtali, hann talaði um að HIM væri í rauninni eins konar crossover band milli metals og popptónlistar, það finnst mér eiga ágætlega við.
Ég held að fólk verði aldrei sammála um þetta, aðallega vegna þess að mörgum metalhausum hryllir við tilhugsunina um að HIM sé sett í flokk með uppáhalds tónlistinni þeirra, þar sem þetta er mjög ólíkt. Sjálfum finnst mér þetta vera frekar tilgangslaus umræða, það breytir engu hvort þetta sé metall eða rokk. Ef ástæðan fyrir þessu er að fólk vill ekki sjá neitt um HIM á www.hugi.is/metall þá er mjög einföld lausn til, að sleppa því bara að skoða það sem kemur um HIM.
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury