Death Metal er að vissu marki fágaðari… ég er ekki að fullyrða, heldur segi ég þetta bara af eigin reynslu. En látum okkur nú sjá… Death metal er yfir höfuð melódískari, en þyngri á sama tíma. Black metal er rosalega dimmur, progressive og oft “óvandaðri” eða hrjúfari. Það eru samt til margar hljómsveitir sem spila einhverskonar Black/Death metal og rugla ýmsa í ríminu… en þegar litið er á öfgana í báðum stefnum þá er mjög skýr munur þar á milli. Ég þekki til dæmis menn sem dýrka death metal bönd á borð við Cannibal Corpse, Nile og At The Gates, en þola ekki á sama tíma Black metal hljómsveitir á borð við Darkthrone, Mayhem og Immortal.
Þó svo að ég hallist meira að Death Metal þá fýla ég bæði ^_^
Sprankton