Tek undir þetta með Insomnium. Þessi sveit er alveg ótrúlega skemmtileg. Platan Since the Day it All Came Down frá því í fyrra er mjög góð. Solid diskur alveg út í gegn (er að hlusta á hann núna).
Mjög skemmtilegar melódíur og skemmtilegur hljómagangur. Gítarlínurnar bera oft sterkan keim af austurlenskum hljómum. Annað sem gerir þá lögin svona góð eru hvað þau eru kaflaskipt. Eina mínútuna er dauðarokk í gangi og svo næstu er söngvarinn farinn að hvísla og rólegir accoustic hljómar ráða ríkjum. Ég hugsa t.d. að aðdáendur Opeth ættu að tékka á þessu án umhugsunar.
Þeir hafa gefið út tvær skífur. Since The Day it All Came Down er nýrri.
Tóndæmi hérna:
http://www.insomnium.net/download.htm