Satt er það, minn kæri vin. Angela Gossow er stórkostegur Melo Death söngvari.
Ég bíð spenntur eftir Doomsday Machine, sem á víst að vera besta plata þeirra hingað til (Gasp! Betri en Burning Bridges?).
Þetta nýja lag, Nemesis hljómar vel. Það er með klassískum Arch Enemy Abba-style melódíum sem er góður hlutur.
Til gamans má geta er artworkið úr smiðju hins margrómaða listamanns Joachim Luetke. Hann hefur áður gert artworkið fyrir diskinn Enemy of God með Kreator og diskinn Death Cult Armageddon með Dimmu Borgir.
DOOMSDAY MACHINE kemur út á CENTURY MEDIA 28. júlí.
Ekki missa af þessum!