Jason var langt frá því að vera “ömurlegur” bassaleikari. Hann samdi kanski ekki flóknar bassalínu, en bæði fékk hann ekkert miklu ráðið um bassalínurnar á plötunum sem hann var á, auk þess sem að einfaldar bassalínur koma oft betur út en flóknar..
Jason var líka andskoti þéttur.
var Cliff bestur ? á hvaða hátt ? Besti bassaleikari veraldar ? besti bassaleikari metallica ?
Hann er langt frá því að vera besti bassaleikari veraldar, má þar nefna gaura eins og Victor Wooten, Jeff Berlin, Les Claypool, Þarna Buddah náungann, John Myung, Jaco Pastorius og marga fleiri
Besti bassaleikari metallica ? það fer eftir því hvernig á það er litið. Hann samdi kanski flóknustu og flottustu bassalínurnar, en eins og ég nefndi áðan samdi Jason lítinn hluta af því sem hann tók upp.
Einnig höfum við aldrei heyrt neinar bassalínur sem Rob hefur samið.
Þess má líka geta að Cliff var 24 ára þegar hann dó (mynnir mig, búinn að gleyma) en Rob og Jason eru hvað ? um 40 ára núna ?
Cliff er mjög ólíklega betri en Rob og Jason eru núna, en hann væri sennilega töluvert betri væri hann enþá á lífi, eða þá að Rob og Jason væru 24. ára
en þá er þessi litli pistill sem ekkert svo margir munu lesa á enda :P vonandi kemur þú nú ekki með svona leiðinlegar alhæfingar varðandi málefni sem þú hefur augljóslega lítið við á aftur á næstunni.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF