Eftir að fólk fór að kynnast hvað þetta væri (aðeins fyrir stuttu síðan) þá gerir það ekkert annað að svara póstum um ákveðnar hljómsveitir “þetta er ekki metall heldur mallcore” með álíka tilgangslausum og leiðinlegum svörum.
Tökum dæmi:
Slipknot falla undir þessa lýsingu á tónlist (eða svo segir fólk (að þeir séu mallcore)) en af þeim tónlistar áhugamálum á Huga, er þá ekki réttast að tala um þá á Metal heldur en á Rokk/Hip Hop/Gullöldin eða hvað annað. Þeir eru nær því að vera metall en að vera svona létt Rokk eins og Red Hot Chillipeppers og álíka hljómsveitir sem er talað um á Rokk áhugamálinu.
Ekki byrja svo á að vera svo heimskir að segja “en það er rapp áhrif í textum sumra laga svo þá geta þeir verið á Hip Hop” eða álíka.
Ef satt á að segja þá finnst mér stærsti hluti Slipknot lagana eiga meira við að vera Metall en margir segja. Þetta er þung (já ég veit að það er til miklu þyngri tónlist) rokk tónlist, í grófum dráttum er það Metall.
En þegar er litið yfir þetta allt, ekki hengja ykkur á “music labeling” og flokka tónlist svona fram og til baka. Ef þú fýlar tónlistina þá er það nóg. Ef þú villt tala um hljómsveit þá ferðu þangað sem það hentar mest.
*Svo veit ég ekkert hvort það eru tvö “L” eða ekki í “mallcore” eða ekki svo endilega sleppið því :þ