Hlustar engin á Anthrax? Ég þekki ekki neinn sem gerir það fyrir utan mig. Ég meina eitt af fyrstu thrash metal böndunum ef ekki sú fyrsta (er ekki alveg viss). Þeir sem hlusta á Pantera ættu nú að vita e-ð um þá því Anthrax og Pantera voru hljómsveitir sem spiluðu stundum saman og voru miklir vinir. Þess má geta að eftir að Dimebag (R.I.P.) var skotinn þá byrjuðu upprunulegu meðlimirnir að spila aftur saman til minningar um hann því þeir sem hættu áttuðu sig á því af hverju þeir byrjuðu í tónlistabransanum í fyrsta lagi.
Anthrax er ein sú vinsælasta hljómsveitin í BNA og var þessi hljómsveit stofnuð minnir mig 1982 og gáfu út sína fyrstu plötu, Fistful Of Metal, árið '84.

http://www.anthrax.com/news.asp
Á þessari slóð getið þið séð hvað meðlimir annarar hljómsveita hafa að segja um Anthrax.

Smá fróðleiksmoli í lokin…Anthrax var fyrsta rokkhljómsveitin að spila á tónleikum í hversdagslegum fötum:)
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”