Þetta er eitthvað sem er frekar erfitt að útskýra en heyrist mjög auðveldlega. Riffin í Death Metal eru þyngri og ekki jafn oft melódísk og í Black Metal, þau eru reyndar eiginlega aldrei melódísk í Death Metal nema í ákveðinni stefnu Death Metals sem er oft kennd við Götenburg eða bara einfaldlega Svía beint og þá kölluð Götenburg Metall eða Svíametall en ég kýs að kalla þetta Melodic Death Metal því mér finnst það lýsa þessu betur. Black Metal er hins vegar oft með kaldar og hægar melódíur í riffunum sínum.
Það er samt oft auðveldast að heyra muninn í söngnum vegna þess að í Death Metal er söngurinn oftast fluttur í urrum eða rymjandi á meðan þú myndir aldrei heyra þetta í Black Metal. Söngurinn í Black Metal er oft svona kvalið öskur eða vein eða eitthvað þvíumlíkt, það er frekar erfitt að útskýra þetta. Það mætti kannski segja að á meðan Death Metal söngurinn hljómar meira reiður hljómar Black Metal söngurinn meira hatursfullur og þjáður.
Ég held samt að lang besta leiðin til að læra að þekkja þennan mun væri að hlusta á nokkur Black Metal lög og svo nokkur Death Metal lög til samanburðar. Ef ég ætti að benda á örfáar hljómsveitir væri það eftirfarandi:
Black Metal:
Darkthrone
Satyricon
Naglfar
Gorgoroth
Mayhem
Death Metal:
Deicide
Cannibal Corpse
Morbid Angel
Dying Fetus
Decapitated
Cephalic Carnage
(ég veit það btw að ég er svoldið “mainstream” hóra þegar kemur að Death Metal :P)
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury