Hehe! Ok, Metallica slepptu (að mínu mati) flottasta partinum í sólóinu í Blackened, og hafa verið að gera það undanfarið því miður, en nevo tóku allt lagið. Já, ég var framarlega á Metallica þegar þeir tóku Blackened, en fannst nevo samt taka Blackened betur en Metallica. Ég er ekki einhver gaur sem fer bara á stóra tónleika bara til að fara á stóra tónleika…þeas ef það er það sem þú áttir við (átti mjög erfitt með að skilja þetta sem þú varst að segja), og ég fýla alveg Metallica og hef alltaf gert það.
Ef þú hlustar á lögin á rokk.is heyriru að lögin eru ekki illa sett saman, þetta eru frábærlega vel samin lög að mínu mati. Skil ekki af hverju þér fannst söngvarinn lélegur, þessi söngvari er mjög góður að mínu mati, með góða rödd. Og hvernig geturu sagt að nevo sé ofmetið band þegar það er eitt vinsælasta íslenska metal bandið í dag? Það er ekki eins og við séum að seta þá í flokk sem besta hljómsveit allra tíma! Og það er nú bara common sense að vita að þegar eru svona stórir tónleikar eru alltaf notuð tvö trommusett, eitt fyrir upphitunarbandið og annað fyrir aðal bandið. Settið fyrir aðal bandið er vanalega skreytt ýmsums merkjum sveitarinnar, eins og þú sást á settinu hans Nicko. Heldur þú kannski að því stærra trommusett sem menn hafa, því betri trommarar eru þeir (er samt alls ekki að segja að Nicko sé einhver eyrnapinni)?
Ég fýlaði nevo í botn, en ég var samt ekki einn af þessum gaurum fremst sem voru hoppandi eins og þeir ættu lífið að leysa…heldur bara naut ég tónlistarinnar og hélt mig aftar, og ég er viss um að margir aðrir hafa gert það sama.
og eitt einn, nenniru að nota kommur, mjög erfitt að skilja þetta sem þú ert að reyna að segja..