Metallica er uppáhalds hljómsveitin mín.
Ég hlusta á þá af því að lögin sem þeir senda frá sér eru almennt snilldarlög. Og diskarnir eftir Black Album eru ekkert síðri.
Ég fór á tónleikana í fyrra og vá! Frábærir tónleikar, þvílík upplifun. Að heyra og sjá þessa menn fyrir framan sig á sviðinu spila lög eins og Master of Puppets, Fade to Black og Blackened var draumi líkast.
Mín skoðun er sú að Load, St. Anger og þessir “lélegri” diskar séu bara alls ekkert lélegir. Textarnir eru góðir, ef ekki betri og tónlistin er öll einhvern veginn.. þroskaðri. Garage Inc. er góður diskur og S&M einfaldlega snilld.
go on just say it.. you need me like a bad habit.