jah.. ég var mikill fan en ég hlusta lítið á þá í dag, það eru bara til svo ótrúlega margar aðrar miklu betri/skemmtilegri hljómsveitir að ég nenni ekki að halda áfram að hlusta á eitthvað sem ég er búinn að nauðga, ekki það að þetta sé eitthvað vond tónlist. Ég hef reyndar líka venjulega lítinn áhuga á að hlusta á hljómsveitir ef ég missi virðinguna fyrir tónlistarmönnunum, þetta er eitthvað sem ég geri ósjálfrátt. Þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað Metallica voru miklir sell-out (nú kemur fleim) þá ósjálfrátt missti ég áhugann á þeim, sama með t.d. Deicide, þegar ég heyrði þetta um að Glen Benton væri bara poser þá missti ég áhugann á þeim. Þetta er samt ennþá alveg góð tónlist, er bara einhvern veginn ekki jafn spenntur fyrir þessu og áður.
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury