hérna er soldið um metallica.



hljómsveitin var stofnuð af tveimur félögum sem heita James og Lars. Þeir voru miklir aðdáendur af þungu rokki og þeim langaði að stofna slíka hljómsveit sem gítarsólóin mundu fá að heirast sem hæst. En þannig var að árið ’79 stofnuðu þeir hljómsveitina Hellraver, en nafninu var síðar breytt yfir í Thundersfuck og þar á endanum kölluðu þeir hljómsveitina Metallica. Það var í október árið ’81. Þá var hljómsveitin sett saman af James Alan Hetfield, Lars Ulrich, Ron Mcgovney og Dave Mustine. Ron Mcgovney hætti því að hann var hættur að nenna að spila, þá fengu þeir til liðs við sig Clifford Lee Burton. En í lok árs ’82 var Dave Mustine rekinn fyrir að vera of mikil fyllibitta og dópisti, það var ekki orðið hægt að spila lengur með honum í hljómsveit. Þá fengu þeir til liðs við sig einn upprunalega gítarleikara, Exodus. Sá gítarleikari hét og heitir Kirk Lee Hammet, gítarsnilling

dauðans. Í maí ’83 gáfu þeir út sína fyrstu plötu, það var platan “Kill em all”. Allt gekk vel. Árið ’84 Gáfu þeir út snilldarplötuna “Ride the lightning”.Plata sú sló nú rækilega í gegn og ég mæli með að allir rokkáhugamenn fjárfesti í þessari plötu, því hún er með mellódísk og róleg lög á milli og góðan thrass metal . En tveimur árum seinna, eða árið ’86 gáfu þeir út plötuna “Master of puppets” Þá voru þeir búnir að spila thrass metal ífimm ár. En sorgar óhappið gerðist að sama ár, 27. september, dó Clifford Lee Burton í rútbílslysi. Það voru sorgartímar hljómsveitarinnar. Hann var harður aðdáandi af gömlu metal hljómsveitinni Misfits. Þetta er mynd af Cliff með Misfits skrímslið tattúað á öxlinni. En Metallica lagði ekki upp laupana út af andláti Cliff, heldur Fengu þeir nýjan bassaleikara að nafni Jason Curties Newsted. Jason var góður bassaleikari, en samt ekki betri heldur en Cliff var.Þeir tóku sig saman og gáfu út plötuna “…And justice for all”, á þeirri plötu er eitt lag sem Cliff samdi áður en hann dó, lagið heitir “To live is to die” og er instrumental lag eins og Cliff samdi þau best.Annars er “…And justice for all” allt öðru vísi heldur en fyrri plöturnar, því að þarna voru þeir komnir út einhvernvegin þéttan metal, samt snilldar plata. Hljómsveitin hélt nú áfram að spila, með nýja bassaleikara. Það var ekki fyrr en árið ’91 að þeir gáfu út næstu plötu, og það var platan “Black album”. Sú plata sló rækilega vel í gegn. Eftir þá plötu, tóku þeir sér sma frí fram á árið ’96. Þá breyttu þeir alveg stílnum hjá hljómsveitinni og voru komnir út í venjulega rokktónlist og gáfu út plötuna “Load”. ári seinna eða ’97 gáfu þeir út plötuna “Reload”. Þessar tvær plötur eru blindfullar af venjulegu rokk efni, með góðum mellódískum gítar og bassa riffum. Árið (’98) gáfu þeir út coverlagaplötuna “Garage inc”. Þegar talað er um coverlög, þá er verið að meina hljómsveit sem tekur upp lag eftir uppáhalds hljómsveit sína og spilar það opinberlega eða gefur út á disk. Metallica fór aðeins að túra um heiminn eftir tónleikana og komu víðsvergar við um heiminn. En árið ’99 datt þeim í hug að vera með sinfoníu hljómsveit San Francisco á tónleikum og túra með sér. Þeir urðu nokkuð frægir fyrir það.En lok ársins ’99 gáfu þeir út plötuna “S&M”, það þýðir “Sinfónía San Francisco and Metallica”.