Mér finnst bara mjög gott hjá þeim að breyta um stefnu. Þeir eru bara það hugmyndaríkir að þeir geta spilað mörg öðruvísi lög :)
Svo finnast mér plöturnar eftir Black Album ekkert verri. Load er helvíti góð plata t.d. Bleeding Me, King Nothing, Hero Of The Day, Until It Sleeps og fleiri góð lög þar. Nú ReLoad er fínn diskur líka, alveg hægt að hlusta á flest öll lögin þar. Svo er S&M bara snilld og Garage Inc. alls ekki slæmur.
Nú.. þá er komið að St. Anger. Þessi diskur er mjög góður finnst mér. Sérstaklega eftir að ég er búin að horfa á Some Kind Of Monster(heimildarmyndin).. Þá sér maður hvað þeir lögðu mikla vinnu í diskinn og hvernig þeir voru næstum hættir.
Ég fíla ekki fólk sem hættir að fíla hljómsveitir bara af því að þeim finnst einn diskur lélegur.
Tökum Maiden sem dæmi. X-Factor? Það eru ekki margir sem fíla þennan disk, en viti menn, Maiden komu með aðra góða diska.
Vonum bara að það sama sé í gangi með Metallica.
go on just say it.. you need me like a bad habit.