Speed Metal:
Mjög hröð lög, stutt skerandi sóló, lögin oft ekki nema mínúta. Mismunandi hvort söngur er clean eða “crunch”. Power metal og Speed metal tengjast oft saman og er nokkurnvegin sama fyrirbrigði.
Dæmi um Speed/Powermetal bönd eru Children of Bodom, Blind Guardian, Gamma Ray, Motörhead, Throne of Chaos og fleiri.
Heavy Metal:
Hmmm, erfitt að lýsa þessari tónlistarstefnu þar sem svo mikið af Speed metal og powermetal og þannig tónlistarstefnum geta líka verið flokkaðar undir Heavy Metal. Heavy Metal er basically eins og Metallica á Black Album og eftir það, fyrir það voru þeir Thrash. Nefni engin dæmi þar sem það eru svo gífurlega margar frægar Heavy Metalhljómsveitir.
Death metal:
Held að það sé lítill séns að maður rugli saman ofarnefndum tónlistarstefnum við Death Metal.
Death metall er þyngri, dekkri og “dýpri”.
Gítarar og bassi oftast stilltir í að minnsta kosti D og svo neðar.
Söngurinn er djúp “öskur” og bassatromman oftast á fullu. Mjög mikil keyrsla á öllum.
Dæmi um Death metal hljómsveitir:
Morbid Angel, Deicide, Decapitated, Bloodbath, Behemoth (nýrra stuffið), Obituary, Death, Krisiun, Amon Amarth, Dying Fetus, Bolt Thrower, Carcass, Vader, At The Gates og margar fleiri.
Black metal:
Þú ættir ekki að villast mikið á þessu.
Black metall er sennilega sú tónlistarstefna sem hefur stærsta “Culture-ið” í kringum sig.
Gaddaólar, leður, corpsepaint, blóð, öfugir krossar, andkristni og fleira tilheyrir þessu öllu.
Oft mjög hráir diskar, ekkert mixaðir.
Sumar hljómsveitir gera mjög einföld lög, með aðeins 2-4 riffum sem haldast út lagið, eins og t.d diskurinn Transilvanian Hunger með Darkthrone … Lögin á honum eru mjög “einhæf” ef svo má að orði komast. 1-2 góð riff sem haldast svo bara út hvert lag.
Blackmetal söngur kallast oft “Growling” og er oftar en ekki “skrækt” “öskur”.
Dæmi um blackmetalbönd:
Gorgoroth, Ragnarok, 1349, Satyricon, Immortal, Mayhem, Marduk, Dark Funeral, Naglfar, Judas Iscariot, Absurd, Anaal Nathrakh, Beherit, Darkthrone, Enthroned, Limbonic Art.