Hvaða fokkin máli skiptir það hvort að band er sellout eða ekki ef að maður fílar tónlistina.
Þetta er bara heimska að flokka þetta sell out og þetta ekki. Meina ef að hljómsveitinni finnst gaman að gera tónlistina sína og fílar tónlistina af hverju meiga þeir þá ekki græða á þessu? Það vilja allir græða, það er enginn í þessu fyrir frítt.
Er það ekki draumur allra hérna að verða rokkstjörnur, fá heavy mikla peninga fyrir að spila góða tónlist?
Þetta sell out rugl er bara komið frá öfundsjúkum böndum sem að meikuðu það aldrei! Líka heimska að drulla yfir bönd þótt að þið fílið það ekki, það fíla það allveg aðrir og ykkar skoðun er ekki sú eina rétta.
Mikið af umræðunum hérna eru jafn málefnalegar og samtöl á leikskóla. Meina ef að þið eruð með fullyrðingar drullist þá til að rökstyðja það. Það er ekkert jafn böggandi og að lesa fullyrðingu án rökstuðnings.