Ég verð nú bara að segja að Murderdolls er nú ekki versta hljómsveit í heimi og ekki sú besta en þeir eru soldið öðruvísi sem aðskilur þá frá öðrum punk/metal böndum. En þið verðið að átta ykkur á því að þetta eru bara hugsanir eins manns og hann heitir Joe Jordison….svipað og með Roger Waters hjá Pink Floyd. Joe Jordison samdi öll lögin þeirra félaga ásamt J.Poole(fyrir utan White wedding auðvitað) og tók upp alla plötuna nema sönginn. Hann s.s. spilaði alla gítara, bassann og trommurnar inná plötuna en hún ber heitið Beyond the valley of the Murderdolls. Mér finnst dead in Holywood, Love at first fright og grave robbing U.S.A. vera bestu lögin á þeirri plötu. Alltí lagi að tjekka á þeim sakar ekki ;)