Hvaða rokk/metal tónlistarmanni (eða konu) mynduð þið helst af öllu vilja kynnast og hvers vegna?

Ég held að ég myndi segja (gat ekki komið mér niður á einn):
Phil Anselmo úr Pantera, Down og Superjoint Ritual (líklega #1) vegna þess að hann er búinn að vera að gera geðveika tónlist frá því um 1990 (15 fucking ár!), hann er verulega kúl, hann er þekkir fullt af mjög kúl fólki og hann kann örugglega fáránlega mikið af góðum sögum frá öllum þessum túrum og öllu (hann er samt kannski ennþá pínu down útaf Dimebag þannig að í dag er hann kannski ekki svo skemmtilegur félagsskapur :P)

Ville Valo úr HIM vegna þess að hann er fáránlega klár tónlistarmaður og hann virðist vera frekar skemmtilegur náungi þegar maður heyrir og les viðtöl við hann.

Alexi Laiho úr Children of Bodom og Sinergy (gæti að vísu verið pínu language barrier vegna þess að hann er finni, eins og Valo reyndar, en hann talar samt alveg fína ensku) vegna þess hann er líka fáránlega klár tonlistarmaður auk þess sem hann virðist vera mjög svalur náungi sem tekur sig ekki of alvarlega.

Allir þessir menn drekka líka mjög mikið svo það er örugglega hægt að fara á ansi villt fyllerí með þessum gaurum, sem er gaman :)
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury