Þetta er stupid umræða…
Gaurarnir eru að gera það sem þeim finnst skemmtilegt, þeir eru ekki að gera nákvæmlega það sem þið viljið, mér sýnist þið vilja að þeir gefi gömlu fjóra diskana út aftur og aftur. Þetta eru frábærir tónlistarmenn og eru vonandi ekki að fara hætta þessu. Enginn diskur með þeim er lélegur, auðvitað mitt mat, en mér finnst það bara ekki…þeir eru bara slakari en hinir, þegar ég hlusta á Load, Reload og fleiri að þá segi ég aldrei “oj, djöfulsins viðbjóður” heldur finnst mér þetta bara ágætis lög…málið er bara að þeir hafa gert svo ótrúlega tónlist að erfitt er að toppa það. Svo er það hin týpan sem elskar Black Album og Reload t.d. það sýnir bara að Metallica höfðar til svakalega margra.
Kirk og Lars lélegir…come on :/ eruð þið(semsagt sem sögðuð þetta, minnir Philosopher) ekkert að hlusta á músíkina, ótrúlega vel samsett músík þar sem allt virkar. Þýðir það ekki að þetta eru frábærir menn á hljóðfærin sín?
En mikið andskoti var ég samt ósáttur við St. Anger, og þá aðallega útaf trommunum sem Lars notaði, ekki trommuleiknum heldur trommunum sjálfur…það er eins og hann sé bara að berja á Machintosh dollur.