Ég var að pæla hvaða diskar ykkur finnst vera bestu frumraunir sem þið hafið heyrt. Ég ætla að ríða á vaðið.
Opeth-Orchid. Það er þvílíkt hvað þetta er góður diskur! Fyrsta lagið, In Mist She Was Standing er of gott! Þegar ég heyrði þetta lag fyrst fannst mér þetta bara vera besta lag í heimi, og finnst það enn. Geggjaður diskur!
Testament-The Legacy. Fáranlega góður diskur, ég á á köflum erfitt með að trúa því að þetta sé í alvöru frumraun hann er það góður!
Pantera-Cowboys Frome Hell. Ég veit að þeir voru búnir að gefa út 3 aðra diska áður eins og Power metal og e-ð, en þessi verður að teljast sem þeirra frumraun þar sem hinir eru svo allt öðruvísi hef ég heyrt.
Mig langar að setja Killing Is My Business…And Business Is Good, bara vandamálið er að ég á hann ekki, hef aldrei fundið hann. Langar sjúkt mikið í hann og hef downloadað 2-3 lög af honum og þau eru frábær finnst mér, en þar sem ég á hann ekki allann veit ég ekkert hvort hann er svo frábær…
Svo eru líka diskar eins og Kill'em all og Iron Maiden sem eru stórkostlegir líka. En komið með ykkar skoðun.
Undirskriftin mín