Steve Harris - Stofnandi Maiden og bassaleikari
Hann var fæddur í Leytonstone A-London, 12 mars árið 1956, í herbergi í húsi frænku sinnar. Hann átti þrjár yngri systur. Pabbi hans var vörubílstjóri og mamma hans var “mamma” í fullu starfi. Steve og hans fjölskylda bjuggu hjá frænku hans og hún var yfirleitt heima og vinkonur systur hans voru mjög oft hjá þeim líka. Þannig að hann ólst upp umkringdur konum. Fyrsta áhugamál hans var fótbolti og hann spilaði meðal annars með draumaliðinu sínu, West Ham. Það var oftast nær tónlist í gangi heima hjá honum og það var megin ástæða þess að hann fór útí tónlist. Það hljóðfæri sem hann vildi fyrst læra á voru trommur. En hann vissi að hann gæti aldrei fengið trommusett, vegna þess að hann hafði ekki pláss fyrir það, og það var of hávaðasamt. Þannig að hann ákvað að fara að læra á bassa. Hann fór að ræða þetta við vini sína en þá sagði einhver kunningi hans honum að ef hann ætlaði að læra á bassa, þá yrði hann að læra á gítar fyrst. Og þess vegna var fyrsta hljóðfæri Steve´s gítar. Þegar Steve var búinn að æfa á gítar í nokkrar vikur áttaði hann sig á því að þetta hefði ekkert að gera með bassa svo hann seldi gítarinn sinn og keypti sér Fender copy bassa. Eftir að hafa verið í nokkrum hljómsveitum byrjaði steve að semja sína eigin tónlist, en enginn af þeim hljómsveitum sem hann var í vildi hafa nokkuð að gera með þá tónlist, því að flestir voru að “digga” pönk þessa daganna. Og það leiddi til þess að Steve stofnaði Iron Maiden.