Ég hef bara verið svolítið að pæla, það hefur ekki verið neitt mikið um að erlend black metal bönd séu að spila hér á landi, er það nokkuð??? Ég hef svolítið mikin áhuga á því. Það eru svona bm tónleikar hér á landi kannski 3-4 sinnum á ári. S.s mjög sjaldan, heyrði reyndar um eina bm hljómsveit, sem mundi ,,kannski" spila hérna í haust. Annars er lítið um þetta. Ég fór bara að velta þessu fyrir mér þegar ég sá á síðu einhverjar norskrar bm hljómsveitar, ekki beint mikið þekkt,held ég. Þar sögðust þeir hafa mikin áhuga að spila utan Noregs. Þeir heita Tyrant Imperia. Vandamálið er að það eru enginn mp3 með þeim svo ég hef ekki hugmynd um hvernig þeir hljóma. En ég sendi þeim eitthvert e-mail, var þá gamalli síðu, þar sem þeir hétu Vetrarnótt. Trommarinn sendi reydar til baka og sagði meðal á minnst að þeir væru mjög mikið til í að spila hér á landi. Þannig ef það verða einhverjir svona tónleikar í haust, bara spurning um að fá þá líka, þá yrði þetta mjög áhugavert að hafa fleiri en íslenskar hljómsveitir. Ég er reyndar alveg í öngum mínum, missi alltaf af bm tónleikum í þau fáu skipti sem þau eru haldin. Alltaf að vinna eða eitthvað leiðinlegt.

En hvað svona finnst ykkur???
————–