Hef séð allnokkra korka um þetta málefni á úlenskum spjallsvæðum og hafa þá oft komið skemmtileg rifrildi :)

Aðal málið hér er samt að hrinda af stað skemmtilegri umræðu um þessar hljómsveitir.

Persónulega finnst mér Megadeth betri en Metallica. Mér finnst lögin bara skemmtilegri og flottari og Dave Mustain og Marty Friedman slá Kirk Hammet og James Hetfield léttilega við. Sólóin hjá Mustain og Marty eru ekki eins endurtektarsöm og eins alltaf eins og hjá Kirk, og persónulega skil ég ekki hvað öllum finnst frábært við “One” soloið.

Ég veit að ég á eftir að vera skitinn sundur og saman af einhverjum Hardcore Metallica fans, en vona bara að þeir komi að minnsta kosti með einhver rök á móti :)