Þannig er mál með vexti að Útvarp Benjamín er komið í loftið. Útvarp Benjamín er útvarp nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni og sendir út á tíðninni FM96.5, og er aldrei að vita nema (þ.e.a.s ef þið eruð með massagott loftnet) að þið náið þessu ef þið búið einhvers staðar á Suðurlandinu. Einnig er verið að reyna að koma þessu á veraldarvefinn og ef það skildi takast þá getið þið hlustað með því að fara á www.mimisbrunnur.is.
En þetta væri nú ekki til frásögu færandi nema vegna þess að ég verð með þrjá klukkutíma þætti í vikunni þar sem maður ætlar að blasta eðal rokk og metal-tónlist eins og óð kona! Fyrsti þátturinn minn verður í dag kl.:18:30, en ég man ekkert hvenar hinir verða, ég posta því bara hérna inn seinna ef einhver hefur áhuga.
Það sem verður á efnisskránni í kvöld verður m.a:
Killswitch Engage
Brothers Mejere
nýtt stöff frá Norma Jean
Mudvayne
The Haunted
Mastodon
…og margt margt fleira eðalstöff.
Ég ætla að reyna að tala sem minnst, rétt koma með einhverjar fréttir og kannsi ÖRlitlta umfjöllun um hvert band, en annars á þetta bara að renna frekar ljúft í gegn.
Allavegana, ef þið hafið áhuga þá er það annaðhvort FM96.5 eða www.mimisbrunnur.is. Svo megið þið endilega, ef þið hlustið, koma með einhverjar ábendingar og góða punkta þar sem ég er langt frá því að vera reyndur útvarpsmaður.
What is love? Baby don't hurt me, don't hurt me, no more…