Þetta er mjög svartur dagur í lífi hljómsveitarinnar KoRn og hjá aðdáðendum hennar. Brian “Head” Welch hefur ákveðið að yfirgefa hljómsveitina eftir meira en 10 ára samstarf. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hljómsveitinni á vef þeirra(www.korn.com). Brian sagði það að honum hefur í svolítinn tíma verið að missa áhuga fyrir hvað KoRn voru að gera og vildi frekar halda áfram við að iðka trú sína, ásamt því að búa til plötu sjálfur.
KoRn segja það í yfirlýsingunni að þeir virða ákvörðun gítarleikarans og vona að honum gangi vel í framtíðinni. En þetta þýðir alls ekki endalok KoRn, þeir munu halda áfram, en hvað gerist mun vonandi koma í ljós á næstu dögum.
KoRn hafa verið að taka upp nýja plötu, og hefur það gengið gríðalega vel samkv. Jonathan(söngvarinn). Platan er nú væntaleg í september, en hún var fyrst sögð áætluð í byrjun sumars.
Kv. OrkaX
Ps. Vinsamlegast enginn skítköst, takk.