Við hjá RR höfum staðfest útsölustaði á Iron Maiden tónleikana í Egilshöll 7 júní.
Forsala verður sunnudaginn 6 mars í Íslandsbanka, Kringlunni og Smáralind og á www.farfuglinn.is Einnig í Pennanum á Akranesi og Vestmanneyjum, Dagsljósi á Akureyri og Hljóðhúsinu´Selfossi. Sala hefst kl 12.30 og verða einungis seldir A miðar þann daginn á öllum útsölustöðunum.
Mánudaginn 7 mars verður svo hægt að nálgast bæði A og B miða á ofangreindum stöðum.
Verð á A miðum er 7500 og B miðum 6500.
Iron Maiden koma með gífurlega mikið af sviðsbúnaði og vitað er að þetta verða tónleikar bæði fyrir eyru og augu. Okkur er tjáð að þeim hlakki mikið til að mæta til Íslands og skoða sig um. Bruce Dickinson söngvari kemur með 200 aðdáendur frá Bretlandi í einkaflugvél sem hann flýgur sjálfur til og frá landinu. Maiden seldust upp á mettíma á Norðurlöndunum og því er vitað með vissu að töluvert verði af aðdáendum sem koma þaðan til að sjá þá.
Í skoðannakönnun Kerrang rokktímaritsins eru tvær plötur Maiden í top 10, Number of the Beast no 2 og Iron Maiden no 9. Þar sem þessi tónleikaferð byggist mikið á þeirra eldri og þekktari lögum, megum við búast við að heyra töluvert af þessum tveim plötum. Tvær aðrar plötur þeirra lentu í topp 100, Brave new world var no 28 og Killers no 44.
Enn er ekki vitað hvaða upphitunarhljómsveitir verða en það verður tilkynnt síðar.
Allar upplýsingar birtast á www.rr.is
Fyrir hönd RR.ehf
Rangheiður Hanson
Halldór Kvaran