Hér er á ferðinni hreint út sagt magnaður diskur með frábærri sveit. Er ekki alveg viss hvernig ég á að flokka Comeback Kid, satt að segja veit ég það ekki. Hvort þetta sé bara hreint Punk eða eitthvað annað. Endilega látið mig vita hvernig tónlist það er. En allaveganna þá ætla ég aðeins að fjalla um diskin
Heildarlengd disksins er 28 mínútur. Þrátt fyrir það er þetta hin mesta skemmtun og getur maður alveg headbang-að með honum.
Track List:
All In A Year 2:07
Give And Take 1:39
Die Tonight 2:55
Changing Face 2:19
Playing The Part 1:41
Always 1:37
Step Ahead 1:39
Operative Word 2:14
Bitter Tongue 1:07
Something Less 1:57
Never Fade 2:11
Without A Word 1:15
Lorelei 5:27
Comeback Kid ná að sanna það að það þarf ekki að vera með einhver fáránlega erfið sóló í hverju lagi eða einhver sjúkleg riff þótt það sé erfitt heldur þá eru lögin frekar einföld en samt frábærlega góð
Ég mæli eindregið með þessum disk ef fólk er að fýla Punk eða eitthvað í þeim dúr.