Ég bý nú svo vel að vera Judas Priest aðdáandi og …
Nánast allt með þeim er gott. Ég spila því miður ekki á hljóðfæri þannig að ég get ekki lýst tónlistinni þeirra út frá tónfræði en á fyrstu plötunni voru þeir meira með blús-rokk á næstu plötum eftir það fóru þeir út í það sem kallað er að radda sóló(segja menn sem hafa gefið þessu nöfn) auk þess sem söngur Rob Halford er oftar en ekki tær snilld þar og trommuleikararnir voru nokkuð góðir í að spila grípandi takta. Og eftir 80 voru þeir farnir að spila það sem kallað er powermetal
EN varðandi lögin: Victim of Changes, Ripper, Tyrant, Starbreaker, Sinner, Diamonds and rust, Exciter, Beyond the realms of death, better by you , better than me og hell bent for leather.
Þetta eru öll lög sem komu út á undan British Steel plötunni, og ef þú hefur þess kost nældu þér þá í unleashed in the east tónleikaplötuna eða í það minnsta “live” upptökur af sumum þessara laga. Victim of changes er drulluflott live, eiginlega flottara en stúdíóupptakan.