sá sem er metalhaus finnur það og veit í hjarta sínu held ég. ég held það komi útliti ekki við á nokkurn hátt, heldur fyrst og fremst á hvaða tónlist hann hlustar, og hvers vegna hann gerir það. einnig hefur það mikið að segja hvernig hann túlkar tónlistina.
sá sem er metalhaus bara veit það, og ég held að þeir sem viti það (og virkilega eru það), séu lítið að tala um það, bara eru það og er alveg nákvæmnlega sama.
ég finn mig ekki sem metalhaus, ég hlusta á fullt af tónlist (t.d Pantera, Mastodon, Damien Rice, Slipknot, Slayer, Radiohead, R.E.M o.sfrv.) og lít ekki á sjálfan mig sem neitt annað en tónlistarunnanda.
veit ekki hvort ég sé að meika mikinn sens einmitt núna, og hvort ég sé ekki bara farinn að tala um eitthvað allt annað en efnið sjálft. málið er samt líka það að mér finnst ógurlega leiðinlegt hvernig þetta er orðið í dag, þegar fólk getur ekki hlustað á sína tónlist í friði, talað um það og tjáð sig, án þess að það sé skotið niður, bara vegna þess að einhver annar aðili hefur aðra skoðun á umræddri tónlist (nú t.d kæmi það mér ekkert á óvart þó einhver segi mig homma bara vegna þess að ég hlusta á R.E.M, bara vegna þess að honum finnst það leiðinleg tónlist).
þetta heitir umburðarlyndi, og það gildir alltaf, hvort sem það er í eins litlu dæmi og þessu, eða bara í lífinu sjálfu.
What is love? Baby don't hurt me, don't hurt me, no more…