Ef þú vilt kynnast einhverju hörðu, mæli ég með að þú nælir í lag með meistara Lemmy Kilmister (Motorhead fyrir þá sem ekki vita.) Notaðu Napster eða whatever og náðu þér í eintak af laginu ‘Burner’ eða bara allan ‘Bastards’ diskinn. Þetta eru þá ('93) rétt tæplega fimmtugir kallar sem eru búnir að spila í um tuttugu ár og kunna enn að rokka. Þá kemstu að þeirri einföldu lausn að Korn eru hvorki þungir, harðir eða neitt neitt.<br> Veistu útaf hverju? Það er út af því að Korn er ekki þungarokk, heldur Hip Hop Massive sem hefur allt annan kjarna, allt annað essense(!?), Þeir eru kraftmiklir stundum jú, en þeir eru ekki harðir.<br> Ekki misskilja mig, ég fíla Korn ágætlega, og þá sérstaklega ‘Life Is Peachy’… Ég hlusta hins vegar á þá allt öðruvísi heldur en þungarokk.<br>Þessi hljómsveit er alvöru rokk. Það var leitt fyrir ykkur að ég þyrfti að draga upp fimmtugan kall til að sýna ykkur út á hvað þetta gengur :)<br><br>Hannesinn
“Technology is a constant battle between manufacturers producing bigger and more idiot-proof systems and nature producing bigger and better idiots.”