Ozzfest 2004 byrjaði þann 10. júlí síðasliðinn samkvæmt síðu hátíðarinnar og ekki er hún af verri endanum. Þetta ár eru hljómsveitirnar:

Ozzy Osbourne
Judas Priest
Slayer
Dimmu Borgir
Black Label Society
Superjoint Ritual
Slipknot
Hatebreed
Lamb of god
Atreyu
Bleeding Through
Lacuna Coil
Every time i die
Unearth
God Forbid
Otep
Devil Drive
Magna-Fi

Margir telja að þetta sé besta árið hingað til. Og þess má geta að Judas Priest koma aftur saman með orginal meðlimum s.s. K.K. Downing, Rob Halford og Glenn Tipton en eins og margir vita hætti Rob fyrir nokkrum árum og í staðinn kom Tim “Ripper” Owens. Einnig var byggð mynd á þeirri sögu en það var myndin “Rock Star” með Mark Wahlberg og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum. Priest segjast bara ætla að taka gömlu góðu lögin á Ozzfest í ár en að það sé planað að taka upp nýja plötu í framtíðinni. Ozzy var búinn að vera að æfa sig á fullu til þess að ná sér eftir fjórhjóla sylisið sem hann lennti í en er samt enn í fullu fjöri. Held bara að þetta sé ein besta hátíð á þessu ári og síðustu ár líka.