Ég var að lesa fréttablaðið og vissi ekki hvort ég átti að gráta af gleði eða eða hlæja mig máttlausan.Nú hefur endanlega sannast að Íslendingar hafa ekki áhuga á vinsælda poppi því Pink hefur hætt við seinni tónleika sína og 50 cent verið færður í Laugardalshöll.
Ég held að þetta séu mjög góðar fréttir fyrir alla sem hlusta á rokk og metal því nú munu tónleikahaldarar hugsa sig tvisar um áður en þeir reyna að flytja inn eitthvað vinsælda popp.Ég held að í framhaldi af þessu muni þeir fara yfir það hvað var að seljast nú í sumar og þeir munu komast að því að það seldist best á rokk og þungarokk og þar af leiðandi gætum við átt von á fá stór rokk og þungarokks bönd til landsins á næstu árum.