Mig langar til að athuga hversu margir hafa séð myndina og hvert álit ykkar er og ef einhver er ekki búinn að sjá myndina en langar til þess og vill láta koma sér á óvart á viðkomandi að hætta að lesa núna, Það er búinn að líða smá tími síðan ég sá hana þannig að ég man kanski ekki eftir öllu.


Ég hef yfirleitt ekkert gaman af heimildarmyndum en þessi mynd kom mér á óvart og ég hafði mjög gaman af henni.Hápunktar myndarinnar fannst mér vera.

1. Þegar Lars og Dave Mustaine hittast eftir langt hlé og eiga mjög tilfinningarlegar samræður og Dave segir honum hvað honum finnist hann vera misheppnaður og hvað honum er sýnd mikil óvirðing vegna þess að hann var rekinn úr sveitinni og hvað hann gæfi mykið fyrir annað tækifæri.

2. Þegar Lars lætur föður sinn hlusta á upptökur og spyr kallinn um álit og kallinn var ekki sáttur og sagði að hann myndi eyða þeim.

3. þegar Lars er eitthvað að tala um það að þeir geti unnið lögin nóg til að þau hljómi Metallica eins og þeir gerðu með Load og Reload

4. Svo fannst mér líka frábært þegar allir voru orðnir þreyttir á sálfræðingnum enda hélt hann að hann væri orðinn hluti af hljómsveitinni

Endilega lýsið ykkar skoðun og komið með brot sem að ykkur fannst áhugaverð og skemmtileg.