Metallica spiluðu í kaupmannahöfn í gær [25 maí] og voru þeir vægast sagt í stuði.
Ég hafði verið frekar stressaður yfir því að þeir mundu bara taka lög af St.Anger því þetta er nú St.Anger túrinn. En þeir ákváðu að sleppa nánst öllu af load re-load og St.Anger og einu lögin sem ég man eftir af þessum diskum voru Fuel St.Anger og Frantik og voru það einu lögin sem eitkvað mátti setja út á.
Tónleikarnir byrjuðu á Blackend sem kom mér frekar á óvart en á eftir fylgdu lög eins og Fuel og Holier than thou.
Það sem kom mér samt mest á óvart var hvað þeir voru með svakalegt show. mikið um sprengingar og læti.
Einnig tóku þeir gamala slagara eins og Fade to Black-Creeping death-The Four Horsemsn-Seek and Destroy-One-Nothing Else Matters-Battery-Master of Puppets og fleiri góð.
Það var ekki uppselt og var nóg af sætum og stæðum laus sem kom dáltið á óvart.
Uppihitunarhljómsveitirnar Slipknot og Lost Proffit voru ömurlegar og enginn nenti að hlusta á Lost Proffit nema aumingja fólkið sem var fremst og þurfti að hlust á þetta gaul og glamur en Metallica stóðu sig frábærlega og þó ég hafi ekki farið á marga aðra tónleika að þá held ég að þessir veiði þeir bestu sem ég haf séð dáltið lengi áfram