Ég hef nú verið einn af þeim sem hefur verið að bölva þessum endalausu Metallica greinum, sem flestar voru skrifaðar af ungmennum sem þjást af “Kurt Cobain” syndrome. Sem eru að mínu mati fífl að sjálfsögðu. Þessar greinar hafa yfirleitt ekki innihaldið annað en “METALLICA FKN OWNAR ALLT” og lítið annað. En ég hef nákvæmlega alls ekkert á móti þessum greinum sem hann ibbets gamli hefur verið að skrifa og senda inn. Þetta eru vel skrifaðar greinar, augljóslega meira lagt í þær heldur en flestar aðrar Metallica greinar sem ég hef séð. Þarna er hann að skrifa um diska sem mörkuðu tímamót í metalnum á þessum tíma, s.s. stærstu punktar Thrash metal og jafnframt langlangbestu diskar Metallica, að mínu mati einu diskarnir sem ég hef eitthvað álit á frá þessari fyrrum ágætu hljómsveit. Undanfarið hef ég verið að lesa sérdeilis prýðilegar greinar t.d. um Opeth, At the Gates og fleira. Ef einhver grein fjallar um eitthvað sem ég hef ekki áhuga á þá sleppi ég frekar að lesa hana í stað þess að skjóta á hana með efnislausum skotum bara vegna þess umfjöllunarefnið höfðar ekki til mín. Jahá you thought right, ég er sko hetja HAH ! :)
Bottom line, hugsa áður en þið talið, þótt þessi gaur sé að dissa eitthvað þá gerir það þig ekki kúl þótt þú gerir það líka.