Sammála síðasta ræðumanni!
Það er til svo fullt af hljómsveitum úti í hinum stóra heimi, sem eru alveg frábærar, þó svo að þær séu ekki með samning við einhver major labels og hafi ekki mikla dreifingu. Þannig er það nú bara að stærri hljómplötufyrirtæki taka almennt ekki inn hljómsveitir sem eru ekki alveg að gera það sem straumurinn vill að þær geri, þ.e. “go with the flow”. Þannig skiptir það ofboðslega litlu máli hversu metnaðarfull hljómsveitin er, hversu metnaðarfullt efnið frá þeim er (eitthvað kannski aðeins flóknara en útilegukassagítararaul) eða hversu mikið talent býr í sveitinni.
En sem betur fer, höfum við Internetið og þar leynist MIKIÐ af einmitt slíkum böndum, sem eru að gera eitthvað gott og flott, þó svo að það eigi ekki upp á pallborðið hjá stærstu hljómplötufyrirtækjunum.
Og þegar þannig er komið við sögu, þá þurfa hljómsveitirnar sjálfar að hafa fyrir öllu batteríunu sjálfar, þ.e. koma sér á framfæri, því að það er mjög erfitt að verða vinsæll ef maður hefur ekki réttu samböndin!
Thorsteinn
Resting Mind concerts