Þessi Issues diskur hefur verið “Live at The Apollo”, útgáfutónleikar sem Korn hélt daginn fyrir útgáfu Issues til að kynna hann. Er þetta ekki bootleg diskur? Ég hef aldrei heyrt um þennan disk, en get þó sagst vera MJÖG duglegur að afla mér upplýsinga um Korn og allt sem þeir hafa gert. Ég veit þó að þeir plana að gefa þessa tónleika út á DVD eftir nokkra mánuði ásamt Who Then Now 2, sem er nánast tilbúinn.
En það er rétt hjá þér að Korn hafa verið mjög vinnusamir undanfarin ár, og hafa ekki aðeins gefið út tónlist saman heldur einnig með öðrum listamönnum, og er að finna heilan helling af lögum og diskum þar sem þeir koma fram. Einnig er enn einn diskurinn væntanlegur sem inniheldur einhvern úr hljómsveitinni, en það er bassaleikarinn Fieldy sem mun gefa út diskinn Fieldy's Dreams innan skamms, og mun hann vera hip hop/rapp diskur. Á honum verða listamenn líkt og Tre Hardson út Pharcyde (ég held það sé stafað þannig) og Eminem (ég er ekki alveg 100% viss á því). Svo er Jonathan að vinna að því að semja tónlist við kvikmyndina Queen Of The Damned sem er eftir sögu Anne Rice (framhald af Interview With The Vampire).