Það eru mjög margir sem segja að Metallica urðu slappari og slappari eftir Black Album, en það er ekki næstum rétt (kannski finnst það sumum en lesa samt). Þeir urðu heimsfrægir eftir Black Album og settu takmarkið svo langt að það væri ekki hægt að ná því aftur, t.d Load er mjög góður diskur, ReLoad er ömurlegur (fyrir utan fyrstu 4 lögin) og seinast en ekki síst er St.Anger sem er MJÖG ólíkur gömlu góðu Metallica diskunum. Semsagt þegar þeir gáfu út Black Album þá voru þeir meðal annars að grafa sína eigin gröf. Þeir mundu aldrei ná sama takmarki og með Black Album.
Þetta er svona meirihlutinn af því sem ég var að pæla um Black Album og vonandi fær þetta eitthverja til að hugsa um þessa “ömurlegu” diska.
kv.eXaX
Their sword will become our plow, and from the tears of war the daily bread of future generations will grow.